Greiðsluskilmálar

Opin námskeið

Vegna þeirra fjárhagslegu skuldbindinga sem skráning þátttakenda á námskeið hefur í för með sér fyrir Þekkingarmiðlun, eins og leigu á sal, pöntun veitinga og annað, gildir eftirfarandi við skráningu á opin námskeið:

Reikningar vegna námskeiðsgjalda eru sendir þátttakendum eftir námskeið. Á ákveðnum námskeiðum óskar Þekkingarmiðlun eftir fyrirfram greiðslu námskeiðsgjalda.

Þátttakandi sem er skráður á námskeið en hættir við að sitja það skal tilkynna forföll með tölvupósti í netfangið thekkingarmidlun@thekkingarmidlun.is eða í síma 892 2987 að minnsta kosti tveimur virkum dögum áður en námskeiðið hefst. Láist þátttakanda að skrá sig úr námskeiðinu áður en það hefst eða hættir eftir að námskeið er hafið áskilur Þekkingarmiðlun sér rétt til að innheimta allt að 100% af námskeiðsgjaldinu.

Heimilt er að senda annan þátttakanda í stað þess sem forfallast.

Þekkingarmiðlun áskilur sér rétt til að innheimta 5.000,- kr. í skráningar- og umsýslugjald vegna þeirra sem afboða sig eftir fyrrgreind tímamörk.

Vinnustaðarnámskeið

Allar breytingar frá upphaflegri áætlun, t.d. ef námskeiðskaupi vill fella niður námskeið eða breyta tímalengd námskeiðs sem búið er að ákveða, verður að gera tilkynna 10 dögum áður en námskeið á að hefjast. Að öðrum kosti verður reiknað fullt verð eins og upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.