Jákvæð forysta
Námskeið fyrir stjórnendur
Lengd:
6 klst.
Námskeiðslýsing
Jákvæð forysta hefur hlotið aukna athygli á síðustu árum þar sem margar áhugaverðar rannsóknir hafa leitt í ljós hvernig hægt er að nýta bestu aðferðir til að efla vinnustaði og starfsandann. Hugtakið jákvæð forysta byggir á rannsóknum sem einblína á jákvæð frávik, þ.e. þær aðferðir og lausnir sem skila framúrskarandi árangri. Segja má að jákvæð forysta fjalli um fjórar stórar spurningar um frammistöðu vinnustaða.
Fyrsta spurningin er hvernig stjórnendur geta með framkomu sinni og fyrirmyndar hegðun innleitt og viðhaldið þeim dyggðum sem allir góðir vinnustaðir hvíla á. Rannsóknir sýna t.d. að dyggðir eins og þakklæti, samkennd, auðmýkt og fyrirgefning vega þar þungt. Önnur spurningin tekur á því hvernig hægt er að virkja kraftinn sem í fólkinu býr og byggja á styrkleikum fólks frekar en veikleikum. Sóknarfærin eru fleiri og færnin meiri þegar styrkleikarnir ráða. Þriðja spurningin snýr að því hvernig stjórnendur geta með orðalagi og lipurð náð að vekja jákvæðni og traust í erfiðum aðstæðum. Fjórða spurningin fjallar síðan um hvað fær gott fólk til að leggja á sig fram langt umfram það sem búast má við. Rannsóknir sýna að hvatning, göfug markmið og góður tilgangur starfa og vinnustaða skipti þar mestu.
Um námskeiðið:
Áhersla er lögð á hagnýta færni og aðferðir sem liggja til grundvallar þegar virkilega vel gengur.
Námskeiðið byggir á verkum Kim Cameron, prófessors við Háskólann í Michigan og stofnanda Center for Positive Organizations. Hann er einn áhrifamesti frumkvöðull á sviði jákvæðrar forystu og hefur sett fram fjölmargar öflugar aðferðir í ritum sínum.
Námskeiðið er sniðið fyrir leiðtoga, stjórnendur og þatttakendur sem vilja styrkja forystuhæfni sína og byggja upp jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi sem elur af sér góða vinnu og árangur.
Leiðbeinandi
Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Meðal þess sem er tekið fyrir
- Efling dyggða í samskiptum, svo sem samkenndar, þakklætis, fyrirgefningar og auðmýktar
- Mikilvægi þess að virkja styrkleikana og byggja á því sem vel gengur
- Orkugefandi samskipti
- Lipurð í erfiðum aðstæðum og faglegt orðalag
- Göfugur tilgangur, Everest markmið og gefandi störf
Ávinningur
- Verkfæri til að efla jákvæðan starfsanda og tengsl innan vinnustaðarins
- Dýpri skilningur á þeim dyggðum sem skila fólki hvað mestum árangri í forystu
- Færni í að veita uppbyggilega endurgjöf og orða erfið mál
- Skilningur á áhrifum jákvæðrar og neikvæðrar orku í samskiptum
Kennsluaðferðir
- Fyrirlestur
- Verkefnavinna
- Umræður
- Virk þatttaka