Allir eru leiðtogar í Qigong lífsorku og gleði

Tilvalið til að þjappa hópnum saman í upphafi viðburða, 20-30 mín. eða klst. fyrirlestur og léttar lífsorkuæfingar fyrir starfsmannafund. Sérsniðið að óskum hvers og eins. Qigong lífsorkuæfingarnar hafa verið stundaðar til heilsueflingar og lækninga í Kína í yfir 5000 ár. Þær byggja á sérstakri öndun, hreyfingum og hugleiðslu.

Við leggjum áherslu á lífsmátann og jákvæð viðhorf þar sem allir fá að njóta sín sem allra best. Við eflum leiðtogahugsun hjá hverjum og einum. Getum gert betur í dag en í gær. Hugarfar þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum til að liðsheildin nái sem mestum árangri. 

Viðburðurinn er aðlagaður að óskum þess sem pantar. Tryggjum að tíminn nýtist sem best til að efla lífsorku og jákvætt hugarfar þátttakenda. Þekking á Qigong lífsorkuæfingum hjálpar okkur að viðhalda heilsu, standa betur með okkur í dagsins önn og njóta betur lífsins. 

Ávinningur:

  • Styrkjum jákvætt hugarfar leiðtoga – leitum leiða til að gera betur í dag en í gær 
  • Meiri orka og starfsgleði – styðjum hvert annað
  • Aukin hæfni til að takast á við erfiðar aðstæður með uppbyggilegum hætti

Grunnþekking á Qigong lífsorkuæfingum til að bæta andlega og líkamlega líðan

Fyrirlesari og leiðbeinandi er Þorvaldur Ingi Jónsson, MS í stjórnun og stefnumótun. Þorvaldur hefur haldið fjölda námskeiða og var stundakennari við HÍ í stefnumiðaðri stjórnun. Hann hefur undanfarin ár kennt og leitt Qigong lífsorkuæfingar. Hann er einn höfunda einu íslensku Qigong bókarinnar, Gunnarsæfingarnar. 

 

Umsagnir og meðmæli: 

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands hefur stundað Qigong frá árinu 1994: Mér er af eigin reynslu ljúft og mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa hug á að kynna sér Qigong, viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu. 

Herdís Pála Pálsdóttir, reyndur stjórnandi, fyrirlesari og ráðgjafi: Eftir að hafa lengi vitað af Þorvaldi og Qigong æfingum undir hans stjórn fengum við hann með stutt innlegg og nokkrar æfingar á starfsdag í vinnunni og var mjög mikil ánægja með hann og æfingarnar. Þetta atriði byggði upp góða orku og gleði fyrir daginn.