Djásnið mitt - eitur í poka FJARFYRIRLESTUR

Nikótínpúðar eru til sölu nánast á hverju götuhorni og víða í netverslunum. Um 6% barna í 10. bekk notar daglega rafsígarettur og nikótínpúðar eru að verða sífellt vinsælli hjá börnum og unglingum. Engin lög eru um nikótínpúða og því getur hver sem er ákveðið að selja efni sem er jafn ávanabindandi og heróín.

Lítið er gert úr þeirri hættu sem fylgir notkun nikótíns þrátt fyrir að læknisfræðilegar rannsóknir sýni að neysla nikótíns geti haft margvísleg skaðleg áhrif.

Farið verður yfir stöðu þekkingar og útskýrt hvernig nikótínpúðar sem innihalda allt að þrefalt meira nikótín en sígarettur ógna heilsu barna og unglinga. Mikið er í húfi og á meðan ungdómurinn hefur óheftan aðgang að nikótíni er ein besta forvörnin vel upplýstir foreldrar. Því nikótínfíkn byrjar oftast á unglingsaldri og leiðir oft og tíðum til annarra fíkna.

Fyrirlesturinn hentar mjög vel fyrir foreldrafélög.

Fyrirlesari: Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum