NÝR: Er hollt að fá sér eitt glas á dag?

Vínandi er merkilegt efni sem hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Það er þó ekki fyrr en á síðustu áratugum sem við erum að átta okkur á því hvernig Bakkus leikur líkama og sál. 

Í fyrirlestrinum verður fjallað um það hvernig áfengi hefur áhrif á vitræna og líkamlega getu, sem eru stoðir góðrar heilsu. Leitað verður svara við algengum spurningum eins og: Hvað gerist í líkamanum þegar mikið magn er drukkið í einu? Er hollt að fá sér eitt glas á dag? Getur áfengi komið í staðinn fyrir næringu? Er sniðugt að sofna eftir séniver?

Að fyrirlestri loknum munt þú geta tekið upplýstari ákvörðum um hvernig þú vilt haga sambandi þínu við Bakkus.

Fyrirlesari: Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum