Markmiðasetning er aðferð sem fjöldi fólks notar til að ná starfstengdum og persónulegum markmiðum. Að setja sér markmið er að ákveða hvaða árangri við viljum ná. Rannsóknir sýna að þeir sem ná miklum árangri í lífinu vita á hvaða mark þeir miða og hvað þeim finnst mikilvægt.
Til að geta sett okkur markmið þurfum við að vita nákvæmlega hvað við viljum og þráum. Við þurfum að setja okkur raunhæf markmið og gera okkur í hugarlund hvernig við ætlum að ná þeim. Við þurfum svo að búa yfir þrautseigju, viljastyrk og sjálfsaga og gefast ekki upp þótt á móti blási.
Í fyrirlestrinum er farið í áhrifaríkar leiðir til að setja sér markmið.
Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun