Árangurinn í flestu því sem við tökum okkur fyrir hendur ræðst að töluverðu leyti af hugarfarinu okkar. Rannsóknir síðustu áratuga hafa dregið fram margar áhugaverðar staðreyndir um hvernig við hugsum og hvernig við getum nýtt okkur hugsanirnar. Það er sem dæmi hægt að bæta frammistöðu sína í sjónprófi með því að ímynda sér að maður sé orrustuflugmaður. Einnig getum við stjórnað magni af hinu svokallað hungurhormóni með því að telja okkur trú um maturinn sem við erum að fara að borða sé einstaklega gómsætur – eða ekki. Við erum stöðugt að skapa sögur sem síðan móta hegðun okkar. Dæmi um þetta er t.d. að búast alltaf við því versta. Við þekkjum flest fólk sem virðist alltaf lenda í rigningu og kulda. Við þekkjum líka öll dæmi um fólk sem alltaf virðist lenda í sólinni og sér ljósið í öllu og öllum.
Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun