Samskiptastílar - MBTI

Öll erum við einstök en samt svo lík. Munurinn á okkur veldur því m.a. að okkur gengur betur að ná til sumra en annarra. Lykilatriði í öllum samskiptum er að vita hvernig fólk hegðar sér og af hverju það gerir það sem það gerir.

Ein þekktasta aðferðin til greiningar á samskiptastílum er byggð á kenningu Carl Gustaf Jung um sálfræðilegar týpur. Kenningin gefur innsýn í hegðun og samskiptamáta fólks. Gerð er greinarmunur á 16 sálfræðilegum týpum út frá fjórum þáttum. Þekking á þessum eðlislæga mismun milli einstaklinga opnar nýjar víddir og eykur skilning, umburðarlyndi og árangur í samskiptum.

Samskipti við vinnufélaga, ættingja, maka og viðskiptavini verða aldrei eins eftir þennan fyrirlestur.

Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ræaðgjafi hjá Þekkingarmiðlun