Lífið er fullt af reglum og skipulagi. Þegar maður er ungur fær maður að heyra um það sem ekki má. Skammir og leiðréttingar eru daglegt brauð í uppeldinu og líklega bara eðlilegt að svo sé. En þegar maður er orðinn fullorðinn er erfitt að bara gleyma því.
Við erum flest uppfull af undarlegum reglum foreldranna og samfélagsins og oft höfum við ekki hugmynd um hvers vegna ekki megi gera sumt sem við ekki gerum.
Í þessum fyrirlestri er farið yfir margar af þeim ráðleggingum sem við fengum í arf frá okkar foreldrum og erum að berja inn í okkar eigin börn. Hvers vegna má t.d. ekki fara á sjúkrahús í skítugum nærbuxum og af hverju má ekki leggjast í sortir í veislum? Hver fattaði uppá því að það væri dónaskapur að reka tunguna út úr sér?
Hér er á ferðinni bráðskemmtilegur og hressandi fyrirlestur um allt það sem ekki má í daglegum samskiptum. Hann hentar þeim sem þora að hlægja að því sem ekki má hlægja að.
Fyrirlesari: Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun