Djók! En gott að hafa náð athygli þinni. En þetta er víst lýsing á fyrirlestri um mikilvægi húmors á vinnustað. Húmor losar um spennu og léttir andrúmsloftið, dregur úr streitu og eykur sköpunargleði og námsgetu. Húmor eykur einnig samkennd, sem er lím félagslegra tengsla á vinnustað.
Hlátur stuðlar að losun endorfíns í heilanum, sem er vellíðanarhormón. Húmor hefur einnig lækningamátt, eykur brennslu og hefur yngjandi áhrif. Til eru mismunandi tegundir af húmor, eins og t.d. hörmungahúmor, gálgahúmor og yfirlætishúmor. Við notum húmor einnig sem tæki í samfélagsrýni.
Í fyrirlestrinum er á gamansaman hátt fjallað um húmor í hinum ýmsu myndum. Það er sannarlega ástæða til að brosa!
Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun