Það er staðreynd að lífið færir okkur miserfiðar áskoranir til að takast á við. Andlát ástvinar, erfið æska, starfsmissir, skilnaður og önnur áföll af þessu tagi eru dæmi um slíka erfiða lífsreynslu.
Hvernig tekst fólk á við áskoranir sem þessar sem breyta lífi þess? Er hægt að kenna fólki að standast áskoranir lífsins og þrífast? Seigla (e. resilience) snýst ekki um ósigranleika heldur miklu frekar um öfluga baráttu.
Orðið „resilience" kemur úr latínu og þýðir „að ná sér" eða „jafna sig". Á íslensku hefur orðið seigla verið notað til að lýsa þeim eiginleikum að aðlaga sig fljótt þegar maður stendur andspænis hörmungum, ógnunum, áföllum og mótlæti. Seigla innifelur hegðun, hugsanir og tilfinningar sem hægt er að tileinka sér. Bandaríska sálfræðifélagið (The American Psychological Association) útlistar 10 leiðir til að byggja upp seiglu:
- Byggju upp tengsl og jákvæð samskipti við vini, nána ættingja eða aðra. Hægt er að styrkja seigluna með því að fá stuðning, umhyggju og hlustandi eyru hjá öðrum. Fólk sem býr yfir seiglu stendur ekki eitt, það biður aðra um aðstoð og leita eftir stuðningi.
- Reyndu að horfa ekki á vandamál sem eitthvað sem þú ræður ekki við. Þú getur ekki haft stjórn á öllu því sem gerist, en þú getur haft áhrif á hvernig þú túlkar túlkar og bregst við atburðum.
- Sættu þig við það að breytingar eru hluti af lífinu. Einblíndu á það sem þú getur breytt.
- Taktu skref í áttina að markmiðum þínum. Settu þér raunhæf markmið og taktu lítil skref áfram.
- Vertu virkur í stað þess að óska þér þess eins að lífið væri einfaldara.
- Skimaðu eftir tækifærum til að læra meira um sjálfan þig. Þetta getur leitt til persónulegs þroska, aukinnar sjálfsvirðingar og aukins þakklætis fyrir lífið.
- Byggðu upp jákvætt viðhorf í eigin garð. Leggðu þig fram um að bæta trú á eigin hæfni til að takast á við vandamál og treystu á hæfni þína til að byggja upp seiglu. Hafðu trú á sjálfum þér og viðurkenndu styrkleikana.
- Settu hlutina í rétt samhengi. Mundu eftir að horfa til lengri tíma. Hlúðu að hæfni þinni til að takast á við slæma tíma alveg eins og góða tíma. Trú á framtíðinni er lykilatriði. Forðastu að gera of mikið úr atburðum sem þú sérð enga leið út úr.
- Viðhaltu jákvæðu viðhorfi. Gott er að ganga út frá því að góðir hlutir muni gerast. Hugsaðu um það sem þú sækist eftir.
- Hugsaðu um sjálfan þig með því að taka þátt í því sem þú hefur gaman af. Þetta hjálpar líkama og sál við að takast á við áskoranir.
Marin Luther King tjáði sig einu sinni um þetta viðhorf þegar hann sagði: „Við verðum að sætta okkur við endanleg vonbrigði, en aldrei að tapa óendanlegri von.“
Heimild: http://www.apahelpcenter.org/featuredtopics/feature.php?id=6
Hægt er að mæla eigin seiglu á http://www.resiliencyquiz.com/
Greinarhöfundur: Ingrid Kuhlman.