Á þessum viðsjárverðu tímum er mikilvægt að gefa sjálfum sér ást, góðvild og kærleik.
Hér fyrir neðan eru nokkur góð ráð til að viðhalda góðri andlegri heilsu:
- Andaðu: Taktu eins djúpan andardrátt og þú mögulega getur og fylltu lungun af lofti. Tæmdu síðan allt loft úr lungunum. Þetta losar um spennu og er hreinsandi og styrkjandi fyrir öndunarkerfið.
- Knúsaðu sjálfan þig: Taktu utan um sjálfan þig þéttingsfast. Sjálfsknús veldur jákvæðum efnaskiptum og er undrameðal.
- Viðraðu tilfinningar þínar: Gefðu þér nokkrar mínútur til að koma tilfinningum þínum niður á blað eða á skjáinn til að hreinsa hugann og skapa pláss fyrir ást og jákvæðni.
- Farðu með jákvæðar staðhæfingar: Vertu tilbúinn með jákvæða staðhæfingu þegar neikvæðar hugsanir steðja að, eins og t.d. „Ég er að gera mitt besta“, eða „Ég treysti og sleppi“. Jákvæðar staðhæfingar geta hjálpað til við að framkalla bjartsýnt viðhorf.
- Settu mörk: Óttinn, streitan og kvíðinn sem fylgja núverandi ástandi geta haft neikvæð áhrif á líðan okkar. Veittu því athygli hvernig fréttirnar sem þú tekur inn, fólkið sem þú átt í samskiptum við og hugsanir þínar hafa áhrif á vellíðan þína. Settu mörk til að vernda sjálfan þig.
- Styrktu sambandið við nána aðila: Þeir þekkja þig og geta gefið þér það sem þú þarft. Gættu að því að gefa líka af þér og styðja við aðra. Það er sælla að gefa en þiggja.
- Hlustaðu á eða ræddu við þá sem láta þér líða vel. Vertu þinn eigin ritstjóri og geymdu samskiptin við orkusugur þangað til í næsta mánuði :-)
Greinarhöfundur: Ingrid Kuhlman