Góðverk gleðja ekki bara þiggjendum heldur einnig gerendum. Að rétta öðrum hjálparhönd óumbeðið og gefa af sér fær mann til að líða vel í hjartanu.
Góðverk þurfa ekki að vera stór því að það er hugurinn sem skiptir öllu. Það þarf oft lítið til að gleðja aðra mikið. Hér eru aðeins örfáar hugmyndir að góðverkum:
- Gerðu tvöfaldan skammt af t.d. smákökum eða eftirlætisrétti og gefðu nágranna eða vinum.
- Mokaðu snjó fyrir nágrannann þegar þú ert búin með þína stétt.
- Lærðu skyndihjálp. Þú veist aldrei hvenær þú þarft á því að halda.
- Haltu hurðinni opinni fyrir fólk, sérstaklega fólk sem heldur á pokum eða börnum.
- Bjóddu þeim sem er fyrir aftan þig í röðinni með fáa hluti í innkaupakerrunni um að vera á undan.
- Bjóddu börnum vina í bíó, lautarferð eða fjallgöngu svo að foreldrarnir geti slakað á.
- Bjóddu þig fram í sjálfboðavinnu hjá góðgerðarsamtökum.
- Tíndu mat í aukapoka og gefðu hann til Mæðrastyrksnefndar.
- Færðu nýbökuðum foreldrum kvöldmat.
- Aðstoðaðu fólk úti á götu sem virðist villt og vísaðu því til vegar.
- Gefðu blóð – með því gætirðu verið að bjarga lífi. Blóðbankinn þarf 70 blóðgjafa á dag.
- Aðstoðaðu eldri borgara með því að bera innkaupapokana út í bíl eða hjálpa þeim yfir götuna í hálkunni.
- Gefðu notuð föt til Rauða krossins.
- Bjóðstu til að passa barn vinahjóna svo að þau geti átt rómantískt kvöld saman.
- Farðu með gömlu tímaritin eða bækurnar á biðstofu spítalans.
- Farðu í heimsókn á elliheimili til að spjalla við íbúa eða syngja fyrir þau.
- Skrifaðu þakklætisbréf til vinar eða fjölskyldumeðlims.
- Aðstoðaðu fólk í hjólastól eða með barnavagn upp eða niður tröppurnar.
- Haltu umhverfinu hreinu. Taktu upp plastflöskur og annað rusl og settu í ruslafötuna.
- Bros er smitandi og getur yljað fólki um hjartaræturnar. Brostu til þeirra sem þú hittir.
- Deildu góðri grein eða myndbandi með þeim sem gætu haft gagn eða gaman af.
- Láttu það berast ef þú ert ánægð(ur) með veitingastað eða þjónustu.
- Komdu makanum á óvart með morgunmat í rúmið.
- Hrósaðu fyrir það sem vel er gert.
Með því að gera góðverk getum við gert heiminn örlítið betri.
Greinarhöfundur: Ingrid Kuhlman. Birtist á Pressunni 7. janúar 2015.