Ingveldur Ýr Jónsdóttir er söngkona og raddþjálfari. Hún lauk Mastersgráðu í Music-Performance frá Manhattan School of Music í New York árið 1991 og þar áður BM frá Tónlistarskóla Vínarborgar. Meðfram margþættu starfi sínu sem söngkona við óperu- og tónleikahús hérlendis og víða erlendis hefur hún um árabil rekið sitt eigið raddþjálfunarstúdíó. Ingveldur á að baki fjölbreyttan feril sem kennari og hefur sérhæft sig í raddþerapíu, ma. sótt námskeið og lokið öðru stigi í EVTS kerfinu sem er kennt við raddþerapistann Jo Estil.

Ingveldur Ýr hefur haldið námskeið af ýmsu tagi fyrir unglinga; byrjendanámskeið fyrir fullorðna á vegum Mímis, þjálfað fjölmarga kóra og unnið í einkakennslu með leikurum og kennurum; haldið masterklassa fyrir óperusöngvara, leiðbeint poppurum, unnið með laglausa og hjálpað skemmdum röddum. Hún hefur einnig kennt hjá Menntasmiðjum kvenna á landsbyggðinni. Hún þjálfar sönghópinn Blikandi Stjörnur, en það er sönghópur fatlaðra hjá Sérsveitinni í "Hinu Húsinu". Hjá Þekkingarmiðlun sér Ingveldur Ýr um námskeið í raddbeitingu.

Image