90 kr.

Fjörefli og hópefli

Námskeið fyrir vinnustaðinn

Lengd:

2-4 klst.

Þekkingarmiðlun er í samstarfi við Mótun. Starfsmenn Mótunar klæðskerasauma dagskrá sem hentar viðkomandi starfsstað og gæta þess að byggja upp dagskrá sem hentar öllum einstaklingum innan hópsins – óháð aldri og líkamlegu atgervi. Í dagskránni reynir bæði á huga og hönd.

Fjöreflisleikar (2 klst.)

Hér sameinast hlátur og gleði er við skiptum hópnum í lið sem keppa sín í á milli í broslegum og fjölbreytilegum þrautum sem reyna á samskipti innan hvers liðs. Allar þrautirnar eiga það sameiginlegt að enginn hefur forskot á næsta mann þar sem þrautirnar teljast afar óvenjulegar. Við kappkostum við að viðhalda háu spennustigi í gegnum leikana. Gott er að taka það fram að hér er enginn einn tekinn fyrir né ýtt úr sínum þægindaramma. Ryþminn í okkar uppleggi snýr að því að lífga upp á og sameina hópinn. Hér verður enginn svikinn í dansi gleðinnar.

Stöndum þétt saman (2 klst.)

Í þessari útfærslu er unnið með hópinn sem eina heild. Eitt af því sem skilgreinir sterka liðsheild er samstaða og traust. Sterk liðsheild verður ekki til í þvinguðum aðstæðum en vegferðin að sterkri liðsheild reynir á þolinmæði og þrautseigju og mikilvægt að hópurinn hafi skýra sýn og stefnu. Undistaðan í þessari dagskrá er samvinna. Hér leggjast allir á eitt við krefjandi þrautalausnir og hópurinn fær svigrúm til að staldra við, ígrunda og vega og meta sína leið að lausninni. Stöndum þétt saman þéttir og bætir hvaða starfsmannahóp sem er.

Dýnamíkin (2-4 klst.)

Dýnamíkin er hópeflismiðaður kostur fyrir fyrirtæki sem vilja vinna með samstöðu og samheldni starfsmannahópsins. Í Dýnamíkinni rýna þátttakendur í hvaða hlutverki þeir gegna innan heildarinnar út frá kenningum um vinnustaðamenningu. Hér samsama þátttakendur sig við fyrirfram gefin hlutverk og spegla sig í samstarfsfélögum í gegnum ítarlega vinnustaðarýni. Hér skoðar hópurinn hlutverk mismunandi fuglategunda og þarf hver þátttakandi að velja sér fugl sem hann líkist. Að því loknu skoðum við samsetningu hópsins og hvernig hann myndar litskrúðugt fuglalíf. Ásamt því tekst hópurinn á við úrlausn verkefna sem krefjast virkrar hlustunar, athygli og samskipta. Dýnamíkin hentar fjölbreyttum hópum sem hafa áralanga samstarfsreynslu sem og þeim sem eru að hefja samstarf.

Sódóma Reykjavík (2 klst.)

Sódóma Reykjavík er æsispennandi leikur sem fer fram í gegnum appið Snapchat. Þar etja þátttakendur kappi sín á milli í liðum sem eiga að leysa fjölmörg og fjölbreytt verkefni í kapphlaupi við tímann. Verkefnin eru blanda af hugarþrautum, spaugilegum verkefnum og stútfull af gleði. Þarna reynir á samvinnu, samheldni og frjóa hugsun. Þú munt ekki gleyma Sódómu Reykjavík í bráð.

Leiðbeinendur

Magnús Sigurjón Guðmundsson

Maggi er annar af eigendum Mótunar. Hann hefur frá aldamótum unnið náið með margvíslega hópa í gegnum störf sín bæði hérlendis og erlendis. Hann er félagsmálafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og í námi sínu sérhæfði hann sig í hópaþróun en lokaverkefni hans var bók um notkun hópeflis. Maggi hefur mikla reynslu af viðburðastjórnun og hefur stýrt fjölmörgum viðburðum og sértækum hópaverkefnum í öllum stærðum og gerðum.

Björn Þór Jóhannsson

Björn er annar eiganda Mótunar. Björn Þór hefur frá árinu 2007 unnið náið með margvíslega hópa í gegnum störf sín. Hann hefur lokið námi í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og er með BA próf í mannfræði frá Háskóla Íslands. Björn hefur frá árinu 2010 haft umsjón með framkvæmd hópeflis hjá mörgum af stærstu viðburðafyrirtækjum landsins.
Frekari upplýsingar er að finna á www.motun.is
Image
Image
Fjörefli og hópefli Námskeið fyrir vinnustaðinn Lengd: 2-4 klst. Þekkingarmiðlun er í samstarfi við Mótun. Starfsmenn Mótunar klæðskerasauma dagskrá sem hentar viðkomandi starfsstað og gæta þess að byggja upp dagskrá sem hentar öllum einstaklingum innan hópsins – óháð aldri og líkamlegu atgervi. Í dagskránni reynir bæði á huga og hönd. Fjöreflisleikar (2 klst.) Hér sameinast hlátur og gleði er við skiptum hópnum í lið sem keppa sín í á milli í broslegum og fjölbreytilegum þrautum sem reyna á samskipti innan hvers liðs. Allar þrautirnar eiga það sameiginlegt að enginn hefur forskot á næsta mann þar sem þrautirnar teljast afar óvenjulegar. Við kappkostum við að viðhalda háu spennustigi í gegnum leikana. Gott er að taka það fram að hér er enginn einn tekinn fyrir né ýtt úr sínum þægindaramma. Ryþminn í okkar uppleggi snýr að því að lífga upp á og sameina hópinn. Hér verður enginn svikinn í dansi gleðinnar. Stöndum þétt saman (2 klst.) Í þessari útfærslu er unnið með hópinn sem eina heild. Eitt af því sem skilgreinir sterka liðsheild er samstaða og traust. Sterk liðsheild verður ekki til í þvinguðum aðstæðum en vegferðin að sterkri liðsheild reynir á þolinmæði og þrautseigju og mikilvægt að hópurinn hafi skýra sýn og stefnu. Undistaðan í þessari dagskrá er samvinna. Hér leggjast allir á eitt við krefjandi þrautalausnir og hópurinn fær svigrúm til að staldra við, ígrunda og vega og meta sína leið að lausninni. Stöndum þétt saman þéttir og bætir hvaða starfsmannahóp sem er. Dýnamíkin (2-4 klst.) Dýnamíkin er hópeflismiðaður kostur fyrir fyrirtæki sem vilja vinna með samstöðu og samheldni starfsmannahópsins. Í Dýnamíkinni rýna þátttakendur í hvaða hlutverki þeir gegna innan heildarinnar út frá kenningum um vinnustaðamenningu. Hér samsama þátttakendur sig við fyrirfram gefin hlutverk og spegla sig í samstarfsfélögum í gegnum ítarlega vinnustaðarýni. Hér skoðar hópurinn hlutverk mismunandi fuglategunda og þarf hver þátttakandi að velja sér fugl sem hann líkist. Að því loknu skoðum við samsetningu hópsins og hvernig hann myndar litskrúðugt fuglalíf. Ásamt því tekst hópurinn á við úrlausn verkefna sem krefjast virkrar hlustunar, athygli og samskipta. Dýnamíkin hentar fjölbreyttum hópum sem hafa áralanga samstarfsreynslu sem og þeim sem eru að hefja samstarf. Sódóma Reykjavík (2 klst.) Sódóma Reykjavík er æsispennandi leikur sem fer fram í gegnum appið Snapchat. Þar etja þátttakendur kappi sín á milli í liðum sem eiga að leysa fjölmörg og fjölbreytt verkefni í kapphlaupi við tímann. Verkefnin eru blanda af hugarþrautum, spaugilegum verkefnum og stútfull af gleði. Þarna reynir á samvinnu, samheldni og frjóa hugsun. Þú munt ekki gleyma Sódómu Reykjavík í bráð. Leiðbeinendur Magnús Sigurjón Guðmundsson Maggi er annar af eigendum Mótunar. Hann hefur frá aldamótum unnið náið með margvíslega hópa í gegnum störf sín bæði hérlendis og erlendis. Hann er félagsmálafræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og í námi sínu sérhæfði hann sig í hópaþróun en lokaverkefni hans var bók um notkun hópeflis. Maggi hefur mikla reynslu af viðburðastjórnun og hefur stýrt fjölmörgum viðburðum og sértækum hópaverkefnum í öllum stærðum og gerðum. Björn Þór Jóhannsson Björn er annar eiganda Mótunar. Björn Þór hefur frá árinu 2007 unnið náið með margvíslega hópa í gegnum störf sín. Hann hefur lokið námi í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum og er með BA próf í mannfræði frá Háskóla Íslands. Björn hefur frá árinu 2010 haft umsjón með framkvæmd hópeflis hjá mörgum af stærstu viðburðafyrirtækjum landsins. Frekari upplýsingar er að finna á www.motun.is
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram