Hópefli í samstarfi við Improv-skólann
Námskeið fyrir vinnustaðinn
Lengd:
45 mín - 1,5 klst
Námskeiðslýsing
Dóra Jóhannsdóttir spunaleikkona býður upp á hópefli og fyrirlestra fyrir vinnustaði og hópa.
Í hópeflinu er farið í leiki og æfingar þar sem aðaláherslan er á að hlæja, hafa gaman og læra um leið aðferðir til að auka víðsýni, jákvæðni og sjálfstraust. Hópeflið tekur 1,5 klst.
Dóra er einnig með fyrirlestur um leikreglur úr spuna í lífi og starfi. Hann er 45 mínútur og er haldinn á Zoom eða á staðnum.
Dóra hefur kennt improv-námskeið á Íslandi síðan 2013. Hún stofnaði leikfélagið Improv Ísland árið 2015 og var listrænn stjórnandi þar til 2019.
Nánari upplýsingar um Improv skólann er að finna HÉR.