29.500 kr.

Árangursríkar aðferðir leiðtoga

Námskeið fyrir stjórnendur

11. nóvember kl. 13-16

Námskeiðslýsing

Í bókinni Primal Leadership eftir Richard Boyatzis, Daniel Goleman og Annie McKee er greint frá niðurstöðum á viðamiklum rannsóknum á frammistöðu 3.870 leiðtoga um allan heim og hvernig þeir ná að laða fram það besta hjá sínu fólki. Niðurstöður þeirra sýna að árangursríkir leiðtogar treysta ekki á eina aðferð í stjórnun heldur beita mismunandi aðferðum, allt eftir aðstæðum. Líkja má aðferðunum við mismunandi golfkylfur þar sem golfarinn velur hentuga kylfu eftir aðstæðum. Stundum þarf hann að íhuga valið en yfirleitt velur hann án þess að velta þessu fyrir sér. Hann metur áskorunina, velur réttu kylfuna og beitir henni. Þannig ganga árangursríkir leiðtogar einnig til verks, þeir aðlaga hegðun sína að aðstæðunum hverju sinni og velja réttu aðferðina. Stundum þarf að draga fram tilganginn með starfinu, stundum þarf að sýna ákveðni og í öðrum aðstæðum þarf að virkja fólk og skapa samstöðu. 
 
Á námskeiðinu verður farið ofan í saumana á þeim sex aðferðum sem áhrifaríkir leiðtogar nota og hvenær best er að beita þeim. Fjórar aðferðir hafa mjög jákvæð áhrif á starfsandann en tvær hafa ekki jákvæð áhrif og í sumum tilfellum jafnvel neikvæð áhrif en eru engu að síður áhrifaríkir og nauðsynlegir í vissum aðstæðum. 
 
Um er að ræða hagnýtar aðferðir sem gagnast öllum þeim sem vilja auka forystufærni sína.

Leiðbeinandi

Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Meðal þess sem er tekið fyrir:

  • Starfsandi og áhrifaþættir
  • Mismunandi leiðtogastílar
  • Færni í stjórnun
  • Að lesa í aðstæður og meta nálgun

Ávinningur

  • Þekking á ólíkum aðferðum og hvenær þær henta
  • Betri starfsandi
  • Betra læsi á ólíkar aðferðir
  • Færni í að beita ólíkum stjórnunaraðferðum

Kennsluaðferðir

  • Fyrirlestur. 
  • Umræður. 
  • Virk þátttaka. 
Árangursríkar aðferðir leiðtoga Námskeið fyrir stjórnendur 11. nóvember kl. 13-16 Námskeiðslýsing Í bókinni Primal Leadership eftir Richard Boyatzis, Daniel Goleman og Annie McKee er greint frá niðurstöðum á viðamiklum rannsóknum á frammistöðu 3.870 leiðtoga um allan heim og hvernig þeir ná að laða fram það besta hjá sínu fólki. Niðurstöður þeirra sýna að árangursríkir leiðtogar treysta ekki á eina aðferð í stjórnun heldur beita mismunandi aðferðum, allt eftir aðstæðum. Líkja má aðferðunum við mismunandi golfkylfur þar sem golfarinn velur hentuga kylfu eftir aðstæðum. Stundum þarf hann að íhuga valið en yfirleitt velur hann án þess að velta þessu fyrir sér. Hann metur áskorunina, velur réttu kylfuna og beitir henni. Þannig ganga árangursríkir leiðtogar einnig til verks, þeir aðlaga hegðun sína að aðstæðunum hverju sinni og velja réttu aðferðina. Stundum þarf að draga fram tilganginn með starfinu, stundum þarf að sýna ákveðni og í öðrum aðstæðum þarf að virkja fólk og skapa samstöðu.    Á námskeiðinu verður farið ofan í saumana á þeim sex aðferðum sem áhrifaríkir leiðtogar nota og hvenær best er að beita þeim. Fjórar aðferðir hafa mjög jákvæð áhrif á starfsandann en tvær hafa ekki jákvæð áhrif og í sumum tilfellum jafnvel neikvæð áhrif en eru engu að síður áhrifaríkir og nauðsynlegir í vissum aðstæðum.    Um er að ræða hagnýtar aðferðir sem gagnast öllum þeim sem vilja auka forystufærni sína. Leiðbeinandi Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf. Meðal þess sem er tekið fyrir: Starfsandi og áhrifaþættir Mismunandi leiðtogastílar Færni í stjórnun Að lesa í aðstæður og meta nálgun Ávinningur Þekking á ólíkum aðferðum og hvenær þær henta Betri starfsandi Betra læsi á ólíkar aðferðir Færni í að beita ólíkum stjórnunaraðferðum Kennsluaðferðir Fyrirlestur.  Umræður.  Virk þátttaka. 
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram