Þrautreyndar stjórnunaraðferðir
Námskeið fyrir stjórnendur
25. nóvember kl. 9-16
Námskeiðslýsing
Miklu máli skiptir að stjórnendur séu meðvitaðir um hvort, hvenær og hvernig þeir grípa inn í stjórnunarmál á sínum vinnustað.
Það er engin ein leið til að stjórna fólki en það eru til virkilega góðar aðferðir sem gagnast stjórnendum við að stjórna. Á þessu námskeiði er byggt á kenningunni um aðstæðubundna stjórnun (Situational leadership theory) sem gefur innsýn í ólíkar aðferðir til að stjórna fólki, allt eftir aðstæðum.
Stundum eru aðstæður þannig að taka þarf málin föstum tökum og vera skýr og afgerandi. Dæmi um það eru krefjandi starfsmannamál. Stundum þarf að ræða málin á jafningjagrunni eins og þegar þarf að ræða ólíkar nálganir og ná samstöðu. Það eru einnig aðstæður þar sem stjórnandinn á ekki að gera neitt nema vera til staðar ef til hans er leitað.
Það reynist mörgum stjórnendum erfitt að koma verkefnum yfir á aðra og stundum reyna þeir að gera allt sjálfir með oft hrikalegum afleiðingum.
Í þessari kröftugu vinnustofu verða kynntar, ræddar og æfðar stjórnunaraðferðir sem gagnast stjórnendum sem vilja auka skilning sinn og færni í að takast á við þær fjölmörgu áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir.
Um er að ræða hagnýta vinnustofu sem hentar öllum sem vilja ná betri tökum á stjórnun, bæði þeim sem eru að feta sín fyrstu skref sem og þeim sem hafa verið stjórnendur lengi.
Það er engin ein leið til að stjórna fólki en það eru til virkilega góðar aðferðir sem gagnast stjórnendum við að stjórna. Á þessu námskeiði er byggt á kenningunni um aðstæðubundna stjórnun (Situational leadership theory) sem gefur innsýn í ólíkar aðferðir til að stjórna fólki, allt eftir aðstæðum.
Stundum eru aðstæður þannig að taka þarf málin föstum tökum og vera skýr og afgerandi. Dæmi um það eru krefjandi starfsmannamál. Stundum þarf að ræða málin á jafningjagrunni eins og þegar þarf að ræða ólíkar nálganir og ná samstöðu. Það eru einnig aðstæður þar sem stjórnandinn á ekki að gera neitt nema vera til staðar ef til hans er leitað.
Það reynist mörgum stjórnendum erfitt að koma verkefnum yfir á aðra og stundum reyna þeir að gera allt sjálfir með oft hrikalegum afleiðingum.
Í þessari kröftugu vinnustofu verða kynntar, ræddar og æfðar stjórnunaraðferðir sem gagnast stjórnendum sem vilja auka skilning sinn og færni í að takast á við þær fjölmörgu áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir.
Um er að ræða hagnýta vinnustofu sem hentar öllum sem vilja ná betri tökum á stjórnun, bæði þeim sem eru að feta sín fyrstu skref sem og þeim sem hafa verið stjórnendur lengi.
Leiðbeinandi
Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Meðal þess sem er tekið fyrir:
- Kenningin um aðstæðubundna stjórnun
- Ólíkar aðferðir til að takast á við stjórnunarlegar aðstæður.
- Samtalstækni í jafningjastjórnun.
- Að fela öðrum vald og ábyrgð (delegera)
Ávinningur
- Skilningur á því hvenær eigi að beita mismunandi stjórnunarstílum.
- Færni í að ræða mál eins og frammistöðu.
- Færni í samtalstækni.
- Lipurð og öryggi í samskiptum.
Kennsluaðferðir
- Fyrirlestur.
- Hæfnisþjálfun.
- Virk þátttaka.
- Umræður.