Er gaman í vinnunni?

Við eigum öll okkar myndrænu, ósýnilegu fötu sem við tökum með okkur hvert sem við förum. Í fötunni geymum við tilfinningar okkar og líðan. Fatan fyllist af jákvæðum samskiptum eins og klappi á bakið eða fallegum orðum í okkar garð en hún tæmist af neikvæðum samskiptum eins og t.d. nöldri eða gagnrýni annarra. Okkur líður frábærlega þegar fatan okkar er full, og hörmulega þegar hún er tóm. Því meira sem er í fötunni okkar, því auðveldara verður að deila umfram magninu með öðrum. 

Í fyrirlestrinum er farið í leiðir til að fylla fötuna og auka gleði, jákvæðni og orku á vinnustað. Byggt er m.a. á bókunum How full is your bucket? og Fish! A Remarkable Way to Boost Morale and Improve Results.

Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun