NÝR: Það er nóg pláss í klúðurklúbbnum – og aðildin er frí

Í þessum fyrirlestri er fjallað um listina að klúðra og hvernig hægt er að takast á við eigin mistök eða hamfarir með húmor og sjálfsvinsemd. Rannsóknir sýna að mistök eru óhjákvæmilegur fylgifiskur alls árangurs. Í raun má segja að þau séu eldsneyti sköpunar, lærdóms og þroska. Samt eigum við það flest til að reyna að fela þau, skammast okkar eða forðast þau eins og heitan eldinn. En hvað ef við myndum líta á mistök sem merki um að við séum að prófa, læra og vaxa?

Í þessum fyrirlestri er fjallað um hvernig mistök geta orðið upphafið að nýjum hugmyndum, bættum vinnubrögðum og meira hugrekki í lífi og starfi. Ef þú hefur einhvern tímann...

  • farið út að morgni í sitt hvorum skónum,
  • sent tölvupóst á alla starfsmenn með viðhengi sem átti alls ekki að fara út, eða
  • ruglað saman Zoom og Teams og mætt í vitlaust fundarherbergi – á náttfötunum og með myndavélina á...

…þá er þetta fyrirlesturinn fyrir þig. Hann hentar líka þeim sem vinna með svona fólki. Það er nóg pláss í klúðurklúbbnum – og aðildin er frí.

Fyrirlesari: Ingrid Kuhlman, M.A. í hagnýti jákvæðri sálfræði og óformlegt doktorsnám í að gera mistök með stæl.