Að eiga við krefjandi viðskiptavini
Þjónustunámskeið
Lengd:
Námskeiðslýsing
Það er ekki hægt að gera öllum til hæfis og því er það órjúfanlegur hluti af þjónustustarfi að eiga við viðskiptavini sem eru óánægðir, óþolinmóðir, pirraðir, reiðir og jafnvel dónalegir. Í slíkum aðstæðum reynir mjög á samskiptafærni starfsfólks.
Meðal þess sem gagnlegt er að þekkja og kunna er hvernig eigi að svara þegar einhver segir óviðeigandi og niðrandi hluti. Eða hvernig eigi að bregðast við reiðu fólki sem getur komið fyrir sem ógnandi. Við vitum það flest að það hjálpar lítið að verða reiður eða hræddur. Mikilvægt er að geta stjórnað eigin tilfinningum, náð tökum á viðskiptavininum og síðast en ekki síst að geta náð því fram sem málið fjallar um og vinna það áfram.
Það er stórt mál í samskiptum við krefjandi viðskiptavini að eiga góða samstarfsmenn sem koma þegar ástæða er til, grípa inn í aðstæður og standa með manni. Okkar persónulega viðhorf skiptir máli því það er oft þannig að suma daga, sérstaklega þegar við erum ekki vel upplögð, koma allir erfiðu viðskiptavinirnir.
Í þessari lifandi og lærdómsríku vinnustofu er farið yfir fjölmörg atriði sem gott er að þekkja þegar tekist er á við krefjandi viðskiptavini.
Þátttakendur koma með dæmi sem eru rædd og síðan er rýnt í hvernig best sé að nálgast málin. Leiðbeinandinn stjórnar umræðum og tengir við fræðilega þáttinn.
Leiðbeinandi
Meðal þess sem tekið er fyrir:
- Viðmót og viðhorf þjónustuaðila
- Hvers vegna er fólk erfitt?
- Að spegla hegðun
- Að byggja brú til þeirra erfiðu
- Að eiga við sárt, reitt og dónalegt fólk
- Að takast á við eigin tilfinningaviðbrögð og hugsanir
- Hlutverk samstarfsmanna
Ávinningur:
- Aukin hæfni í erfiðum aðstæðum
- Aukin innsýn í hegðun krefjandi viðskiptavina
- Meira öryggi í samskiptum
- Betri líðan í erfiðum aðstæðum
Kennsluaðferðir:
- Umræður
- Verklegar æfingar
- Virk þátttaka