Að veita góða þjónustu
Þjónustunámskeið
Lengd:
Námskeiðslýsing
Það er ekki margt sem hefur jafn jákvæð áhrif á fólk í þjónustu og að finna að viðskiptavinurinn kann að meta þjónustuna. Fátt er eins þungbært og að upplifa óánægju viðskiptavina. Þjónusta er snúið fyrirbæri og ekki er auðvelt að skilgreina hugtakið. Hvenær getur til dæmis einhver sagt að hann sé í þjónustu og hvenær ekki? Geta allir sagt að þeir séu í þjónustu, sama hvað þeir geri eða hvernig eða hvað svo sem viðskiptavininum finnist um hana?
Það er margt vitað um fyrirbærið þjónustu. Það eru til dæmis fjórar algengar ástæður fyrir því að fólk kvartar ekki við þjónustuaðila. Það er líka vitað að allar kvartanir og allt hrós fjallar meira eða minna um sex atriði.
Góð þjónusta er alltaf afleiðing af mörgum atriðum eins og góðu skipulagi, góðu viðmóti og þekkingu á því sem verið er að gera. Það flækir málin að það sem einum finnst frábært finnst öðrum glatað og því er gagnlegt að þekkja væntingar viðskiptavina. Ánægja og óánægja í þjónustu er fólki ofarlega í huga, sem sést til dæmis á því að þetta er eitt af stóru umræðuefnunum á eftir veðrinu. Kröfurnar eru einnig að aukast og óánægja í eitt skipti er oft nægileg ástæða til að færa viðskiptin eða vilja ekki koma aftur. Á sama hátt verða þeir sem eru góðir í þjónustu að vera tilbúnir að fá fleiri viðskiptavini sem gera kröfu um sömu gæði áfram.
Þar sem við erum flest með mikla reynslu af þjónustu er í þessari lifandi vinnustofu byggt á reynslu þátttakenda af góðri og slæmri þjónustu og hvað það raunverulega var sem gerði þjónustuna góða eða slæma. Farið er í fjölmörg mikilvæg atriði sem allir í þjónustu hafa gagn af að þekkja. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að eiga viðskipta-vini.
Leiðbeinandi
Meðal þess sem tekið er fyrir:
- Lykilatriði í þjónustu
- Væntingar viðskiptavinarins
- Þjónustuþættirnir
- Kaffiblettir í þjónustu
Ávinningur:
- Innsýn í lykilatriði í þjónustu
- Aukin ánægja viðskiptavina með þjónustuna
- Aukin ánægja af því að veita þjónustu
- Færri kvartanir og meira hrós
Kennsluaðferðir:
- Verkefnavinna
- Virk þátttaka
- Umræður
- Æfingar