18.000 kr.

Aðgerðamótun

Námskeið fyrir vinnustaðinn

Lengd:

7 klst.

Námskeiðslýsing

Aðgerðamótun má líkja við stefnumótun með áherslu á hagkvæmar lausnir og aðgerðir sem taka á málefnum líðandi stundar. Leitast er við að móta þær aðgerðir (aðgerðamótun) sem skynsamlegast er að framkvæma í ljósi núverandi aðstæðna.

Aðgerðamótun er aðferð sem leggur áherslu á uppbyggilegar og opnar umræður um þau atriði sem mestu máli skipta að mati þátttakenda. Rýnt er í innviði vinnustaðarins, styrkleika hans og það sem betur má fara og dregnar fram allar þær spurningar sem þarf að spyrja.

Í framhaldi af vinnustaðarrýninni eru málefnin skilgreind og verkefnahópar og verkefnastjórar skilgreindir. Hver verkefnahópur ræðir um og mótar aðgerðir. 

Ekki eru nein takmörk á því hvaða atriði eru tekin fyrir en reynslan sýnir að eftirtalin atriði eru gjarnan nefnd: Samskipti, keppinautar, vinnuaðstaða, breytingar, sóknarfæri, starfsánægja, stjórnun, mórall, ímynd, stolt, framtíð, fortíð og nútíð. Hver erum við og hvernig viljum við vera sem vinnustaður? 

Aðferð aðgerðarmótunar er krefjandi og lifandi. Miklar umræður fara fram og allir taka mikinn þátt. Annar ávinningur aðferðarinnar er að skapa samhenta sveit sem getur unnið saman að erfiðum málum í framtíðinni á kerfisbundinn og uppbyggjandi hátt.

Aðgerðamótun hentar fyrirtækjum, stjórnendahópum, deildum og vinnuhópum sem vilja fara í greiningu aðgerða á málefnum líðandi stundar á uppbyggilegan, skipulagðan og árangursríkan hátt.

Eingöngu er boðið upp á aðgerðarmótun fyrir vinnustaði, þ.e. ekki er hægt að skrá einstaklinga heldur eingöngu hópa sem þekkjast og vinna saman.

Eftirfarandi vinnuaðferðir eru notaðar:

  • Skýrar vinnureglur um hvernig unnið er til að tryggja þátttöku af heilindum og einlægni.
  • Ráðgjafi Þekkingarmiðlunar stýrir ferlinu.
  • Virk þátttaka allra þátttakenda í öllu ferlinu. 
  • Tjáning: Menn tjá sig bæði um þau atriði sem eru jákvæð og minna jákvæð.
  • Umræður í litlum hópum til að tryggja þátttöku og skoðanaskipti.
  • Stýrð verkefnavinna þar sem farið verður í gegnum nokkur stig: Skilgreining, lausnir og aðgerðir.
  • Jákvætt andrúmsloft.

Lengd:

Lengd aðgerðamótunar fer eftir því hvaða málefni eru tekin fyrir en yfirleitt er um að ræða heilan dag.

Leiðbeinandi

Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Aðgerðamótun Námskeið fyrir vinnustaðinn Lengd: 7 klst. Námskeiðslýsing Aðgerðamótun má líkja við stefnumótun með áherslu á hagkvæmar lausnir og aðgerðir sem taka á málefnum líðandi stundar. Leitast er við að móta þær aðgerðir (aðgerðamótun) sem skynsamlegast er að framkvæma í ljósi núverandi aðstæðna. Aðgerðamótun er aðferð sem leggur áherslu á uppbyggilegar og opnar umræður um þau atriði sem mestu máli skipta að mati þátttakenda. Rýnt er í innviði vinnustaðarins, styrkleika hans og það sem betur má fara og dregnar fram allar þær spurningar sem þarf að spyrja. Í framhaldi af vinnustaðarrýninni eru málefnin skilgreind og verkefnahópar og verkefnastjórar skilgreindir. Hver verkefnahópur ræðir um og mótar aðgerðir.  Ekki eru nein takmörk á því hvaða atriði eru tekin fyrir en reynslan sýnir að eftirtalin atriði eru gjarnan nefnd: Samskipti, keppinautar, vinnuaðstaða, breytingar, sóknarfæri, starfsánægja, stjórnun, mórall, ímynd, stolt, framtíð, fortíð og nútíð. Hver erum við og hvernig viljum við vera sem vinnustaður?  Aðferð aðgerðarmótunar er krefjandi og lifandi. Miklar umræður fara fram og allir taka mikinn þátt. Annar ávinningur aðferðarinnar er að skapa samhenta sveit sem getur unnið saman að erfiðum málum í framtíðinni á kerfisbundinn og uppbyggjandi hátt. Aðgerðamótun hentar fyrirtækjum, stjórnendahópum, deildum og vinnuhópum sem vilja fara í greiningu aðgerða á málefnum líðandi stundar á uppbyggilegan, skipulagðan og árangursríkan hátt. Eingöngu er boðið upp á aðgerðarmótun fyrir vinnustaði, þ.e. ekki er hægt að skrá einstaklinga heldur eingöngu hópa sem þekkjast og vinna saman. Eftirfarandi vinnuaðferðir eru notaðar: Skýrar vinnureglur um hvernig unnið er til að tryggja þátttöku af heilindum og einlægni. Ráðgjafi Þekkingarmiðlunar stýrir ferlinu. Virk þátttaka allra þátttakenda í öllu ferlinu.  Tjáning: Menn tjá sig bæði um þau atriði sem eru jákvæð og minna jákvæð. Umræður í litlum hópum til að tryggja þátttöku og skoðanaskipti. Stýrð verkefnavinna þar sem farið verður í gegnum nokkur stig: Skilgreining, lausnir og aðgerðir. Jákvætt andrúmsloft. Lengd: Lengd aðgerðamótunar fer eftir því hvaða málefni eru tekin fyrir en yfirleitt er um að ræða heilan dag. Leiðbeinandi Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram