18.000 kr.

Breytingastjórnun

Námskeið fyrir stjórnendur

Lengd:

3 klst.

Námskeiðslýsing

Gary Hamel, einn þekktasti fræðimaður heims á sviði breytinga, sagði að það eina sem væri hægt að ganga út frá sem vísu væru breytingar. Aldrei fyrr hafa þessi orð verið jafn sönn og einmitt nú. Þjóðfélag og atvinnulíf nútímans einkennist af aukinni óvissu um framtíðina og sífellt örari breytingum, sem auk þess koma úr fleiri áttum en áður hefur þekkst. Enginn veit hvað morgundagurinn leiðir af sér. Eina tryggingin sem við getum náð okkur í er að vera opin fyrir nýjum tækifærum, sýna jákvætt viðhorf, forvitni og persónulegt frumkvæði til að afla okkur nýrrar þekkingar og hæfni. Þannig getum við tekið virkan þátt í breytingum í samfélaginu og fært okkur þær í nyt.

Breytingar eiga sér stað samkvæmt ákveðnu ferli og snúast alltaf um hegðun fólks. Drifkraftar, þ.e. þeir kraftar sem virka hvetjandi til breytinga, eru m.a. aukin krafa um góða þjónustu, alþjóðavæðingin, aukin samkeppni, upplýsingatæknin og breytingar á samfélagsgerðinni. Hamlandi kraftar, þ.e þeir kraftar sem letja breytingar, eru m.a. ótti við mistök, stöðu- eða vinamissi og hræðsla við hið óþekkta. Starfsmenn velta fyrir sér spurningum eins og: Hvers vegna á að breyta, hverju á að breyta, hverjar verða afleiðingarnar, hvað verður um mig og mína stöðu? Vinnustaðurinn getur einnig staðið í vegi fyrir breytingar, m.a. vegna ósveigjanlegs skipulags, vinnustaðarmenningar og gamalla venja og hefða.

Á námskeiðinu er farið í lykilatriði breytinga eins og innleiðingu og algeng viðbrögð fólks við breytingum. Farið er í forsendur breytinga og tengsl þeirra við stefnu, skipulag, starfsfólk, tæki, stjórnun og vinnustaðarmenningu. Rætt er um afstöðu einstaklinga til breytinga og atriði sem skýra andstöðu. Þátttakendur ræða breytingar í eigin vinnuumhverfi ásamt afleiðingum og árangri. Farið er í hlutverk breytingastjóra og fjallað um hvaða þættir liggja til grundvallar mismunandi vilja til breytinga.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vinna við eða vilja bæta þekkingu sína á mannlega hluta breytingarferlisins.

Meðal þess sem er tekið fyrir:

 • Breytingar í vinnuumhverfinu
 • Eðli og tegundir breytinga
 • Gagnlegar forsendur breytinga
 • Afstaða fólks og viðbrögð við breytingum
 • Drifkraftar og hamlandi kraftar
 • Mismunandi tegundir andstöðu
 • Algeng mistök við breytingar

Ávinningur

 • Aukin þekking á eðli breytinga
 • Aukin innsýn í viðbrögð við breytingum
 • Þekking á hindrunum við innleiðingu breytinga
 • Aukin persónuleg hæfni í að takast á við breytingar

Leiðbeinandi

Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Breytingastjórnun Námskeið fyrir stjórnendur Lengd: 3 klst. Námskeiðslýsing Gary Hamel, einn þekktasti fræðimaður heims á sviði breytinga, sagði að það eina sem væri hægt að ganga út frá sem vísu væru breytingar. Aldrei fyrr hafa þessi orð verið jafn sönn og einmitt nú. Þjóðfélag og atvinnulíf nútímans einkennist af aukinni óvissu um framtíðina og sífellt örari breytingum, sem auk þess koma úr fleiri áttum en áður hefur þekkst. Enginn veit hvað morgundagurinn leiðir af sér. Eina tryggingin sem við getum náð okkur í er að vera opin fyrir nýjum tækifærum, sýna jákvætt viðhorf, forvitni og persónulegt frumkvæði til að afla okkur nýrrar þekkingar og hæfni. Þannig getum við tekið virkan þátt í breytingum í samfélaginu og fært okkur þær í nyt. Breytingar eiga sér stað samkvæmt ákveðnu ferli og snúast alltaf um hegðun fólks. Drifkraftar, þ.e. þeir kraftar sem virka hvetjandi til breytinga, eru m.a. aukin krafa um góða þjónustu, alþjóðavæðingin, aukin samkeppni, upplýsingatæknin og breytingar á samfélagsgerðinni. Hamlandi kraftar, þ.e þeir kraftar sem letja breytingar, eru m.a. ótti við mistök, stöðu- eða vinamissi og hræðsla við hið óþekkta. Starfsmenn velta fyrir sér spurningum eins og: Hvers vegna á að breyta, hverju á að breyta, hverjar verða afleiðingarnar, hvað verður um mig og mína stöðu? Vinnustaðurinn getur einnig staðið í vegi fyrir breytingar, m.a. vegna ósveigjanlegs skipulags, vinnustaðarmenningar og gamalla venja og hefða. Á námskeiðinu er farið í lykilatriði breytinga eins og innleiðingu og algeng viðbrögð fólks við breytingum. Farið er í forsendur breytinga og tengsl þeirra við stefnu, skipulag, starfsfólk, tæki, stjórnun og vinnustaðarmenningu. Rætt er um afstöðu einstaklinga til breytinga og atriði sem skýra andstöðu. Þátttakendur ræða breytingar í eigin vinnuumhverfi ásamt afleiðingum og árangri. Farið er í hlutverk breytingastjóra og fjallað um hvaða þættir liggja til grundvallar mismunandi vilja til breytinga. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vinna við eða vilja bæta þekkingu sína á mannlega hluta breytingarferlisins. Meðal þess sem er tekið fyrir: Breytingar í vinnuumhverfinu Eðli og tegundir breytinga Gagnlegar forsendur breytinga Afstaða fólks og viðbrögð við breytingum Drifkraftar og hamlandi kraftar Mismunandi tegundir andstöðu Algeng mistök við breytingar Ávinningur Aukin þekking á eðli breytinga Aukin innsýn í viðbrögð við breytingum Þekking á hindrunum við innleiðingu breytinga Aukin persónuleg hæfni í að takast á við breytingar Leiðbeinandi Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram