9.000 kr.

Færni í samtalstækni

Námskeið sem henta öllum

Lengd:

3 klst.

Námskeiðslýsing

Samskipti okkar við annað fólk fara að mestu fram í gegnum samtalið og því er samtalstækni ein mikilvægasta færnin í samskiptum. Eitt af lykilatriðunum þegar kemur að samtalinu er þekking á tegundum spurninga því ef eitthvað hefur áhrif á svarið þá er það spurningin. Margar tegundir spurninga eru til sem bjóða upp á mismunandi svör. 

Annar hluti samtalsfærni er að ekki bara heyra það sem sagt er heldur skilja hvað fólk er að meina. Það fer ekki alltaf saman það sem fólk segir og það sem það er að meina eða upplifa. Gott er því að vera meðvitaður um hvernig hægt er að komast að því hvað fólk er raunverulega að meina.

Að átta sig á tilfinningum fólks er annar stór hluti af árangri í samtölum. Þegar unnið er með tilfinningar og skilning er mikilvægt að geta sýnt skilning eða látið hann heyrast.
 
Veigamikill hluti samtalstækni er að geta lesið í óyrta tjáningu eins og hvernig fólk segir hlutina, situr eða hegðar sér, notar handahreyfingar, heldur augnsambandi, hallar sér fram eða aftur o.s.frv. Það hvernig hlutirnir eru sagðir er stundum jafn mikilvægt og það sem sagt er. Það hvernig við bregðumst síðan við því sem er sagt er enn annar hluti. Það er til dæmis hægt að sýna skilning með því að kinka kolli og endursegja það sem sagt var. Samkennd er hægt að sýna á mismunandi vegu til að taka samtalið dýpra. 
 
Samtalstækni er tiltölulega auðvelt að þjálfa og allir geta stóraukið árangur sinn í þessari mjög svo mikilvægu tækni. 

Á námskeiðinu taka þátttakendur þátt í hagnýtum æfingum sem skila sér í aukinni samtalsfærni.

Leiðbeinandi

Eyþór Eðvarðsson eða Ingrid Kuhlman, þjálfarar og ráðgjafar hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Meðal þess sem er tekið fyrir:

 • Mismunandi tegundir af spurningum.
 • Að sýna samkennd.
 • Að beita virkri hlustun.
 • Líkamstjáning og raddblær.
 • Speglun í samskiptum.

Ávinningur

 • Meira öryggi í samtölum.
 • Skilvirkari samtöl.
 • Liprari samskipti.
 • Aukið sjálfstraust.

Kennsluaðferðir

 • Fyrirlestur.
 • Umræður og virk þátttaka.
 • Einstaklings- og hópverkefni.
Færni í samtalstækni Námskeið sem henta öllum Lengd: 3 klst. Námskeiðslýsing Samskipti okkar við annað fólk fara að mestu fram í gegnum samtalið og því er samtalstækni ein mikilvægasta færnin í samskiptum. Eitt af lykilatriðunum þegar kemur að samtalinu er þekking á tegundum spurninga því ef eitthvað hefur áhrif á svarið þá er það spurningin. Margar tegundir spurninga eru til sem bjóða upp á mismunandi svör.  Annar hluti samtalsfærni er að ekki bara heyra það sem sagt er heldur skilja hvað fólk er að meina. Það fer ekki alltaf saman það sem fólk segir og það sem það er að meina eða upplifa. Gott er því að vera meðvitaður um hvernig hægt er að komast að því hvað fólk er raunverulega að meina. Að átta sig á tilfinningum fólks er annar stór hluti af árangri í samtölum. Þegar unnið er með tilfinningar og skilning er mikilvægt að geta sýnt skilning eða látið hann heyrast. Veigamikill hluti samtalstækni er að geta lesið í óyrta tjáningu eins og hvernig fólk segir hlutina, situr eða hegðar sér, notar handahreyfingar, heldur augnsambandi, hallar sér fram eða aftur o.s.frv. Það hvernig hlutirnir eru sagðir er stundum jafn mikilvægt og það sem sagt er. Það hvernig við bregðumst síðan við því sem er sagt er enn annar hluti. Það er til dæmis hægt að sýna skilning með því að kinka kolli og endursegja það sem sagt var. Samkennd er hægt að sýna á mismunandi vegu til að taka samtalið dýpra.  Samtalstækni er tiltölulega auðvelt að þjálfa og allir geta stóraukið árangur sinn í þessari mjög svo mikilvægu tækni.  Á námskeiðinu taka þátttakendur þátt í hagnýtum æfingum sem skila sér í aukinni samtalsfærni. Leiðbeinandi Eyþór Eðvarðsson eða Ingrid Kuhlman, þjálfarar og ráðgjafar hjá Þekkingarmiðlun ehf. Meðal þess sem er tekið fyrir: Mismunandi tegundir af spurningum. Að sýna samkennd. Að beita virkri hlustun. Líkamstjáning og raddblær. Speglun í samskiptum. Ávinningur Meira öryggi í samtölum. Skilvirkari samtöl. Liprari samskipti. Aukið sjálfstraust. Kennsluaðferðir Fyrirlestur. Umræður og virk þátttaka. Einstaklings- og hópverkefni.
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram