18.000 kr.

Hvatning og starfsánægja

Námskeið fyrir stjórnendur

Lengd:

3 klst. 

Námskeiðslýsing

Starfsánægja er eitt af því sem mestu máli skiptir á vinnustöðum. Hún smitar útfrá sér og skapar góðan starfsanda. Nokkur atriði hafa áhrif á starfsánægju einstaklinga. Sem dæmi þá virðist skipta miklu máli að vita hvað maður eigi að gera. Annað er að einstaklingar viti hvernig þeir standi sig. Félagslegi þátturinn er einnig mikilvægur því að einstaklingur sem upplifir sig ekki sem hluta af heildinni er ólíklegur til að upplifa mikla starfsánægju.

Í fyrirlestrinum er fjallað um nokkrar helstu kenningar og aðferðir við hvatningu og hvernig hún tengist starfsánægju, vali á starfi, starfsþróun og frammistöðu. Hvatning kemur fram í viðhorfum, hugsun og hegðun. Þeir sem eru ánægðir í starfi eru líklegri til að leggja sig fram og sýna áhuga og ákveðni í að ná árangri. Skort á hvatningu má sjá í áhuga- og sinnuleysi um starfið, óstundvísi og fjarvistum og ýmsum vandamálum sem tengjast ágreiningi og gremju, lítilli og lélegri samvinnu við lausn vandamála og andstöðu við breytingar og slæmri aðlögun að þeim. M.a. verður farið yfir hvað fræðimenn hafa sagt um starfsánægjuna og hvernig best er að hlúa að henni.   

Einnig er fjallað um endurgjöf (e. feedback) en hana má sjá sem aðferð til að skýra og bæta samskipti milli fólks.

Námskeiðið hentar öllum sem áhuga hafa á að fræðast og læra um aðferðir til að auka hvatningu og starfsánægju.

Leiðbeinandi

Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun

Meðal þess sem er tekið fyrir:

 • Starfsánægja.
 • Hvað hvetur og hvað letur?
 • Uppbyggileg samskipti.
 • Umboð til athafna.

Ávinningur

 • Þekking á helstu kenningum við hvatningu.
 • Þekking á helstu aðferðum við hvatningu.
 • Greining á eigin hvataþáttum.
 • Skilningur á eigin hvatningu.

Kennsluaðferðir

 • Fyrirlestur
 • Umræður
 • Æfingar
 • Virk þátttaka
Hvatning og starfsánægja Námskeið fyrir stjórnendur Lengd: 3 klst.  Námskeiðslýsing Starfsánægja er eitt af því sem mestu máli skiptir á vinnustöðum. Hún smitar útfrá sér og skapar góðan starfsanda. Nokkur atriði hafa áhrif á starfsánægju einstaklinga. Sem dæmi þá virðist skipta miklu máli að vita hvað maður eigi að gera. Annað er að einstaklingar viti hvernig þeir standi sig. Félagslegi þátturinn er einnig mikilvægur því að einstaklingur sem upplifir sig ekki sem hluta af heildinni er ólíklegur til að upplifa mikla starfsánægju. Í fyrirlestrinum er fjallað um nokkrar helstu kenningar og aðferðir við hvatningu og hvernig hún tengist starfsánægju, vali á starfi, starfsþróun og frammistöðu. Hvatning kemur fram í viðhorfum, hugsun og hegðun. Þeir sem eru ánægðir í starfi eru líklegri til að leggja sig fram og sýna áhuga og ákveðni í að ná árangri. Skort á hvatningu má sjá í áhuga- og sinnuleysi um starfið, óstundvísi og fjarvistum og ýmsum vandamálum sem tengjast ágreiningi og gremju, lítilli og lélegri samvinnu við lausn vandamála og andstöðu við breytingar og slæmri aðlögun að þeim. M.a. verður farið yfir hvað fræðimenn hafa sagt um starfsánægjuna og hvernig best er að hlúa að henni.    Einnig er fjallað um endurgjöf (e. feedback) en hana má sjá sem aðferð til að skýra og bæta samskipti milli fólks. Námskeiðið hentar öllum sem áhuga hafa á að fræðast og læra um aðferðir til að auka hvatningu og starfsánægju. Leiðbeinandi Ingrid Kuhlman, MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun Meðal þess sem er tekið fyrir: Starfsánægja. Hvað hvetur og hvað letur? Uppbyggileg samskipti. Umboð til athafna. Ávinningur Þekking á helstu kenningum við hvatningu. Þekking á helstu aðferðum við hvatningu. Greining á eigin hvataþáttum. Skilningur á eigin hvatningu. Kennsluaðferðir Fyrirlestur Umræður Æfingar Virk þátttaka
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram