90 kr.

Krefjandi foreldraviðtöl

Námskeið fyrir kennara

Lengd:

3 klst.

Námskeiðslýsing

Það vita það allir sem eiga börn að það getur verið viðkvæmt þegar kennari þarf að ræða við okkur um börnin okkar. Það fer því stundum svo að foreldrar fara í vörn og segja og gera hluti sem þeir ættu ekki að gera. Að sama skapi getur kennari líka farið í vörn. 

Erfið samskipti við foreldra geta verið mjög krefjandi, haft neikvæð áhrif á árangur nemenda og rænt ánægjunni af kennslunni.

Í þessari vinnustofu er farið yfir þau atriði sem kennarar upplifa sem erfið í samskiptum við foreldra og rætt hvernig hægt sé að færa erfið samskipti til betri vegar. Skoðaðar eru ýmsar aðferðir sem geta gagnast í krefjandi samskiptum.

Leiðbeinandi

Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Meðal þess sem tekið er fyrir:

 • Að eiga krefjandi samtöl við foreldra
 • Aðferðir til að ræða viðkvæm mál
 • Samtalstækni sem hentar í krefjandi samtölum
 • Að skapa traust og öryggi í samtali 
 • Hugarfar og árangur
 • Að passa sökudólgaleit 

Ávinningur:

 • Aukin færni í foreldrasamskiptum
 • Hagnýt tæki og tól til að eiga við pirring
 • Uppbyggilegri samskipti við foreldra
 • Færri svefnlausar nætur

Kennsluaðferðir:

 • Fyrirlestur
 • Vinnustofa
 • Umræður
 • Verklegar æfingar
Krefjandi foreldraviðtöl Námskeið fyrir kennara Lengd: 3 klst. Námskeiðslýsing Það vita það allir sem eiga börn að það getur verið viðkvæmt þegar kennari þarf að ræða við okkur um börnin okkar. Það fer því stundum svo að foreldrar fara í vörn og segja og gera hluti sem þeir ættu ekki að gera. Að sama skapi getur kennari líka farið í vörn.  Erfið samskipti við foreldra geta verið mjög krefjandi, haft neikvæð áhrif á árangur nemenda og rænt ánægjunni af kennslunni. Í þessari vinnustofu er farið yfir þau atriði sem kennarar upplifa sem erfið í samskiptum við foreldra og rætt hvernig hægt sé að færa erfið samskipti til betri vegar. Skoðaðar eru ýmsar aðferðir sem geta gagnast í krefjandi samskiptum. Leiðbeinandi Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf. Meðal þess sem tekið er fyrir: Að eiga krefjandi samtöl við foreldra Aðferðir til að ræða viðkvæm mál Samtalstækni sem hentar í krefjandi samtölum Að skapa traust og öryggi í samtali  Hugarfar og árangur Að passa sökudólgaleit  Ávinningur: Aukin færni í foreldrasamskiptum Hagnýt tæki og tól til að eiga við pirring Uppbyggilegri samskipti við foreldra Færri svefnlausar nætur Kennsluaðferðir: Fyrirlestur Vinnustofa Umræður Verklegar æfingar
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram