Markmiðasetning
Námskeið sem henta öllum
Lengd:
Námskeiðslýsing
Markmiðasetning er aðferð sem fjöldi fólks notar til að ná starfstengdum og persónulegum markmiðum. Að setja sér markmið er að ákveða hvaða árangri við viljum ná. Rannsóknir sýna að þeir sem ná miklum árangri í lífinu vita á hvaða mark þeir miða og hvað þeim finnst mikilvægt. Til að geta sett okkur markmið þurfum við að vita nákvæmlega hvað við viljum og þráum. Við þurfum að setja okkur raunhæf markmið og gera okkur í hugarlund hvernig við ætlum að ná þeim. Við þurfum svo að búa yfir þrautseigju, viljastyrk og sjálfsaga og gefast ekki upp þótt á móti blási.
Góð markmið eru sértæk og mælanleg, t.d. í tíma eða magni. Mælanleg og sértæk markmið gera okkur kleift að mæla stöðugar framfarir okkar og árangur. Mikilvægt er að setja tímamörk á markmið því án tímamarka er mjög freistandi að fresta aðgerðum. Markmið verða að vera raunhæf með tilliti til atriða eins og aldurs, líkamlegs ástands og núverandi hæfni og reynslu. Þau verða að vera í samræmi hvert við annað. Ráðlegt er færast ekki of mikið í fang í einu og einbeita sér að einu eða tveimur af mikilvægustu markmiðunum.
Á námskeiðinu er farið í áhrifaríkar leiðir til að setja sér markmið. Þátttakendur ljúka námskeiðinu á því að hagnýta þær aðferðir sem kenndar eru með því að setja sér skrifleg markmið. Markmiðin setja þeir í umslag sem þeir fá síðan sent sex vikum eftir námskeiðið.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja verða betri í að setja sér markmið.
Leiðbeinandi
Meðal þess sem er tekið fyrir:
- Ávinningur markmiðasetningar
- Mismunandi aðferðir við markmiðasetningu
- Að takast á við hindranir
- Að horfa fram á við
Ávinningur
- Aukin einbeiting (fókus)
- Aukin færni í að setja sér árangursrík markmið
- Meiri innsýn í eigin þarfir og langanir
- Betri frammistaða
Kennsluaðferðir
- Fyrirlestur
- Umræður
- Æfingar
- Virk þátttaka