Starfsmannasamtalið
Námskeið sem henta öllum
Lengd:
Námskeiðslýsing
Starfsmannasamtal fer fram a.m.k. einu sinni á ári. Þá setjast stjórnandi og starfsmaður niður til að ræða frammistöðu með skipulögðum hætti. Í samtalinu er m.a. rætt um verkefna- og ábyrgðarsvið starfsmanns, frammistöðu hans, líðan á vinnustað, starfsánægju, stjórnun, samskipti, markmið og annað sem stjórnandi og starfsmaður telja að þurfi að ræða. Í samtalinu gefst einnig færi á að greina fræðsluþarfir starfsmanns á komandi tímabili ásamt óskum um starfsþróun. Í starfsmannasamtali draga stjórnandinn og starfsmaðurinn sig meðvitað út úr amstri dagsins og ræða málin í stærra samhengi.
Starfsmannasamtal er tæki starfsmanns til að hafa áhrif á eigin starf og starfsþróun. Samtalið gerir stjórnandanum kleift að vinna með starfsmanninum að bættum árangri og veita honum endurgjöf og hvatningu. Starfsmannasamtalinu er ekki ætlað að koma í stað reglulegrar endurgjafar eða umræðna um málefni líðandi stundar.
Starfsmannasamtal á að vera uppbyggilegt og opinskátt samtal. Sé það framkvæmt á faglegan hátt bætir það sambandið milli stjórnanda og starfsmannsins og er hvetjandi á báða bóga.
Meðal þess sem er tekið fyrir á námskeiðinu:
- Framkvæmd starfsmannasamtala.
- Ástæður starfsmannasamtala.
- Ávinningur starfsmannasamtala.
- Að hafa áhrif á verkefni og þróun í starfi.