18.000 kr.

Stjórnun ágreinings og umræðu

Námskeið fyrir stjórnendur

Lengd:

3 klst.

Námskeiðslýsing

Það þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi þess að umræður á fundum eða í teymum séu góðar. En það eru gæði umræðunnar sem ráða því hvort ákvarðanir séu góðar og sátt sé um að fara eftir því sem ákveðið er. Flestir fundir eru sæmilegir og allir fundir geta orðið betri. 

Í þessari snörpu vinnustofu er farið í margar verklegar æfingar um hvernig eigi að ræða málin. Þátttakendur leysa umræðuverkefni hver fyrir sig og finna síðan sameiginlega bestu leiðina að leysa þau. Eftir hvert verkefni er rýnt í umræðuna og farið yfir ýmsar gagnlegar aðferðir eins og hafa fundarstjóra og að fundarstjóri haldi hlutleysi sínu. Annað sem er tekið fyrir er það sem kallað er sýndarlýðræði en það er þegar einhver gefur sér að allir séu sammála, t.d. vegna þess að enginn sagði neitt. 

Rannsóknir sýna að með einföldum aðferðum má stórauka árangur umræðna og bæta ákvarðanir. Dæmi um einfalt atriði sem eykur gæði umræðunnar er að sá sem leiðir hana haldi aftur af sínum skoðunum á meðan á umræðunum stendur. 

Stuðst er við fræðilegan grunn, m.a. úr bókunum The Five Dysfunctions of a Team eftir Patrick Lencione, What You Don‘t Know About Decision Making eftir David A. Garvin og Michael A. Roberto og Crucial Conversations eftir Kerry Patterson, Joseph Grenny, Ron McMillan og Al Switzler.

Vinnustofan er mjög hagnýtt og hentar öllum þeim sem vilja innihaldsríkari umræður og læra aðferðir til að stýra umræðum og vinna með ágreining á árangursríkan hátt.

Leiðbeinandi

Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun

Meðal þess sem er tekið fyrir:

  • Hlutverk fundarstjóra þegar mál eru rædd
  • Að virkja og hemja fólk í umræðum
  • Meðhöndlun ágreinings á fundum
  • Að stúra umræðum

Ávinningur

  • Betri fundir og skemmtilegri
  • Meiri árangur í samstarfi
  • Aukin færni í að leysa ágreining
  • Meiri starfsánægja

Kennsluaðferðir

  • Umræður
  • Æfingar
  • Virk þátttaka 
Stjórnun ágreinings og umræðu Námskeið fyrir stjórnendur Lengd: 3 klst. Námskeiðslýsing Það þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi þess að umræður á fundum eða í teymum séu góðar. En það eru gæði umræðunnar sem ráða því hvort ákvarðanir séu góðar og sátt sé um að fara eftir því sem ákveðið er. Flestir fundir eru sæmilegir og allir fundir geta orðið betri.  Í þessari snörpu vinnustofu er farið í margar verklegar æfingar um hvernig eigi að ræða málin. Þátttakendur leysa umræðuverkefni hver fyrir sig og finna síðan sameiginlega bestu leiðina að leysa þau. Eftir hvert verkefni er rýnt í umræðuna og farið yfir ýmsar gagnlegar aðferðir eins og hafa fundarstjóra og að fundarstjóri haldi hlutleysi sínu. Annað sem er tekið fyrir er það sem kallað er sýndarlýðræði en það er þegar einhver gefur sér að allir séu sammála, t.d. vegna þess að enginn sagði neitt.  Rannsóknir sýna að með einföldum aðferðum má stórauka árangur umræðna og bæta ákvarðanir. Dæmi um einfalt atriði sem eykur gæði umræðunnar er að sá sem leiðir hana haldi aftur af sínum skoðunum á meðan á umræðunum stendur.  Stuðst er við fræðilegan grunn, m.a. úr bókunum The Five Dysfunctions of a Team eftir Patrick Lencione, What You Don‘t Know About Decision Making eftir David A. Garvin og Michael A. Roberto og Crucial Conversations eftir Kerry Patterson, Joseph Grenny, Ron McMillan og Al Switzler. Vinnustofan er mjög hagnýtt og hentar öllum þeim sem vilja innihaldsríkari umræður og læra aðferðir til að stýra umræðum og vinna með ágreining á árangursríkan hátt. Leiðbeinandi Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun Meðal þess sem er tekið fyrir: Hlutverk fundarstjóra þegar mál eru rædd Að virkja og hemja fólk í umræðum Meðhöndlun ágreinings á fundum Að stúra umræðum Ávinningur Betri fundir og skemmtilegri Meiri árangur í samstarfi Aukin færni í að leysa ágreining Meiri starfsánægja Kennsluaðferðir Umræður Æfingar Virk þátttaka 
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram