90 kr.

Leiðarljós í samskiptum

Námskeið fyrir vinnustaðinn

Lengd:

3-6 klst.

Námskeiðslýsing

Allir vinnustaðir geta bætt samskiptin með því að taka þau til umfjöllunar og ákveða hvernig þeim eigi að vera háttað. Á öllum vinnustöðum eru einhverjar reglur, oftast óskráðar, um hvernig samskiptin eigi að vera. Stundum getur verið um samskiptamynstur að ræða sem er jarðvegur fyrir stríðni, ábyrgðarleysi og einelti. Á öðrum stöðum geta verið óskráðar reglur um að bjóða fram aðstoð sína, baktala ekki o.s.frv.

Það að setja saman samskiptasáttmála eða leiðarljós í samskiptum er krefjandi en jafnframt gefandi vinna þar sem starfsmenn skiptast á skoðunum og ákveða hvernig samskiptunum skuli háttað. Algengt er að vinnustaðir velji sér ca. 10 atriði varðandi samskiptin og komi síðan með dæmi um hvernig hvert atriði verði útfært, t.d. "Við sýnum hvert öðru virðingu með því að bjóða góðan dag á morgnana og kveðja í lok vinnudagsins."

Í ferlinu er lögð áhersla á uppbyggilegar og opnar umræður um samskipti og árangur á vinnustaðnum.

Leiðbeinandi

Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf. eða Ingrid Kuhlman, MSc í jákvæðri sálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Eftirfarandi vinnuaðferðir eru notaðar:

  • Fyrirlestur um samskipti á vinnustað.
  • Ráðgafi Þekkingarmiðlunar stýrir ferlinu.
  • Virk þátttaka allra þátttakenda í ferlinu.
  • Umræður í litlum hópum til að tryggja þátttöku og skoðanaskipti.
  • Jákvætt andrúmsloft.

Ávinningur

  • Sameiginlegur skilningur á góðum samskiptum.
  • Betri og árangursríkari samskipti.
  • Meiri starfsánægja og vellíðan á vinnustað.
  • Aukin geta vinnustaðarins til að ræða málin.

Fjöldi þátttakenda:

10-30 þátttakendur.

Vegna eðlis námskeiðsins er það eingöngu í boði fyrir vinnustaði, þ.e. ekki er hægt að skrá einstaklinga heldur eingöngu hópa sem þekkjast og vinna saman.

Leiðarljós í samskiptum Námskeið fyrir vinnustaðinn Lengd: 3-6 klst. Námskeiðslýsing Allir vinnustaðir geta bætt samskiptin með því að taka þau til umfjöllunar og ákveða hvernig þeim eigi að vera háttað. Á öllum vinnustöðum eru einhverjar reglur, oftast óskráðar, um hvernig samskiptin eigi að vera. Stundum getur verið um samskiptamynstur að ræða sem er jarðvegur fyrir stríðni, ábyrgðarleysi og einelti. Á öðrum stöðum geta verið óskráðar reglur um að bjóða fram aðstoð sína, baktala ekki o.s.frv. Það að setja saman samskiptasáttmála eða leiðarljós í samskiptum er krefjandi en jafnframt gefandi vinna þar sem starfsmenn skiptast á skoðunum og ákveða hvernig samskiptunum skuli háttað. Algengt er að vinnustaðir velji sér ca. 10 atriði varðandi samskiptin og komi síðan með dæmi um hvernig hvert atriði verði útfært, t.d. "Við sýnum hvert öðru virðingu með því að bjóða góðan dag á morgnana og kveðja í lok vinnudagsins." Í ferlinu er lögð áhersla á uppbyggilegar og opnar umræður um samskipti og árangur á vinnustaðnum. Leiðbeinandi Eyþór Eðvarðsson, MA í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf. eða Ingrid Kuhlman, MSc í jákvæðri sálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun ehf. Eftirfarandi vinnuaðferðir eru notaðar: Fyrirlestur um samskipti á vinnustað. Ráðgafi Þekkingarmiðlunar stýrir ferlinu. Virk þátttaka allra þátttakenda í ferlinu. Umræður í litlum hópum til að tryggja þátttöku og skoðanaskipti. Jákvætt andrúmsloft. Ávinningur Sameiginlegur skilningur á góðum samskiptum. Betri og árangursríkari samskipti. Meiri starfsánægja og vellíðan á vinnustað. Aukin geta vinnustaðarins til að ræða málin. Fjöldi þátttakenda: 10-30 þátttakendur. Vegna eðlis námskeiðsins er það eingöngu í boði fyrir vinnustaði, þ.e. ekki er hægt að skrá einstaklinga heldur eingöngu hópa sem þekkjast og vinna saman.
Dimension (L x W x H) 20 x 15 x 10 Inch
Weight 900 Gram